Að vera ófaglærður, einstæður karlmaður getur haft áhrif á tekjur og lífslíkur

Niðurstöður greiningar viðskiptaráðs atvinnulífsins í Danmörku sýna að ófaglærðir einstæðir karlar hafa merkjanlega lægri tekjur, standa verr að vígi á vinnumarkaði og lífslíkur þeirra eru styttri en annarra karla.

 
ELEVATE from Pexels ELEVATE from Pexels

Niðurstöður greiningar viðskiptaráðs atvinnulífsins í Danmörku sýna að ófaglærðir einstæðir karlar hafa merkjanlega lægri tekjur, þeir standa verr að vígi á vinnumarkaði og lífslíkur þeirra eru styttri en annarra karla. Þar að auki eru þeir í miklum meirihluta í tölum um þá sem sækja um fjárhagsaðstoð frá hinu opinbera og fara á eftirlaun áður en eftirlaunaaldri er náð.

Í greiningunni kemur skýrt fram að ófaglærðir, einstæðir karlar eru flestir á jaðarsvæðum. Á ákveðnum svæðum býr tíundi hver ófaglærður karl einn en í nágrenni stærri borga eru þeir aðeins tveir af hundraði.

Lesið greininguna her.