Samkvæmt skýrslunni Innovation Union Scoreboard for 2014 eru ákveðin teikn um að Evrópubúar verði meira nýskapandi en mikill munur er á milli svæða. Svíar verma fyrsta sætið, eftir þeim koma Danir, Þjóðverjar og Finnar. Þessar þjóðir eru einnig þær sem fjárfesta mest í rannsóknum og nýsköpun. „Lausnin er einföld. Við verðum að gera eins og þeir sem standa sig best“ skrifar Daniel Ras-Vidal við Abelia (Félagi þekkingar- og tæknifyrirtækja í samtökum atvinnulífsins í Noregi NHO) í kjallaragrein.
Lesið alla greinina hjá Abelia
Nánar um skýrsluna Innovation Union Scoreboard