Aftur í hringiðu menningar

 
NORRÆNA húsið verður lokað í tvo mánuði nú í sumar vegna breytinga á innviðum þess og endurnýjunar á lagnakerfi. Húsið verður opnað aftur endurbætt á Menningarnótt Reykjavíkur, 18. ágúst, og tekur þá til starfa með þéttri dagskrá og þemabundum verkefnum. Svíinn Max Dager tók við starfi forstjóra Norræna hússins um sl. áramót. Hann boðar breyttar áherslur í starfi hússins með von um að það komist aftur inn í hringiðu menningarlífsins á Íslandi.