Aðgerðaráætlun um aðlögun samþykkt

Ráðherrar málefna innflytjenda og fólksflutninga hafa samþykkt aðgerðaráætlun fyrir stefnumótun sem ber heitið Framtíð aðlögunar 2020. Í aðgerðaráætluninni er samantekt áþreifanlegra aðgerða sem hægt er að fylgja eftir til þess að ná markmiðum stefnunnar.

 

 -  Eitt af meginmarkmiðunum aðgerðaráætlunarinnar er að efla atvinnuþátttöku innflytjenda. Við höfum þörf fyrir vinnuframlag innflytjenda, nýsköpun og alþjóðleg tengsl, segir Päivi Räsänen innanríkisráðherra. 
Fjölmargir komu að mótun stefnunnar, stjórnmálamenn, embættismenn, vísindamenn, leiðtogar atvinnulífsins og frjálsra félagasamtaka. 

Meira: Intermin.fi