Áhersla Svía á námsmiðstöðvar er hvatning fyrir nágrannalöndin.

Námsmiðstöðvar hafa verið til um langt skeið í Svíþjóð. Í Danmörku er nám á háskólasvæði ennþá ríkjandi fyrirkomulag. Daninn Emil Erichsen var einn upphafsmanna Nordplus verkefnisins Nordic Center Learning Innovation, þar sem fjögur norðurlandanna deildu reynslu sinni af fjarnámi.

 
Holbæk náms- og menntamiðstöð. Holbæk náms- og menntamiðstöð.

Hugmyndin að baki námsmiðstöðva er að auka aðgengi fólks á minni stöðum til náms. Námsmiðstöð er námsaðstaða á stöðum sem eru langt frá háskólum. 

Aðstaðan er oft mönnuð fólki sem getur veitt nemendum aðstoð á margvíslegan hátt. Sumar námsmiðstöðvar hafa líka prófvörslu.

Að eiga möguleika á að stunda nám þar sem maður býr getur ráðið úrslitum fyrir fólk sem þegar hefur fest ráð sitt, til dæmis sem hefur stofnað fjölskyldu eða stundar vinnu með náminu. 

Í mars 2015 heimsótti DialogWeb námsmiðstöðina í Katrineholm. Eftir að Svíar lögðu mikla áherslu á menntaáætlunina Kunskapslyftet á árunum 1997-2002 dró verulega úr fjármagni til sveitarfélaganna og það var algerlega undir hverju og einu sveitarfélagi komið hve miklum fjármunum skuli varið til fullorðinsfræðslu og námsmiðstöðva. 

Þannig var þetta þar til um vorið 2018 þegar Skolverket auglýsti ríkisfjárveitingu til að hvetja til að þróa áfram námsmiðstöðvar
Fyrsta umsóknarumferð var frá 15. maí til 15. júní 2018. Greinargerð fyrir fyrstu umferð er í janúar og febrúar 2019. Ný umsóknarumferð verður svo í febrúar og mars 2019. 

Alls bárust 59 umsóknir um ríkisframlag fyrir námsmiðstöðvar í fyrstu umsóknarumferð. 

– Það var jöfn dreifing umsókna um landið, segir Moa Seppälä Zetterberg í deildinni fyrir ríkisframlög í Skolverket. (Sjá meira um dreifinguna á kortinu að neðan). 

Þegar Skolverket úthlutar ríkisframlögum eru margir þættir skoðaðir, m.a. hvernig þau stuðla að betra aðgengi fólks að námi og möguleika á að ljúka því, og landfræðileg dreifing þannig að sveitarfélög sem ekki hafa námsmiðstöðvar njóti góðs af. 

– Þar sem dreifing sveitarfélaga sem sóttu um framlag til námsmiðstöðva var jöfn á milli landshluta voru engin svæði eða landshlutar sett í forgang 2018, segir Moa Seppälä Zetterberg. 

Hvers vegna er menntun svona miðlæg?

Í Danmörku er ekki eins hefð fyrir námsmiðstöðvum og fjarkennslu á háskólastigi og í Svíþjóð, segir Emil Erichsen, sem starfar við Náms- og menntamiðstöðina í sveitarfélaginu Holbæk á Sjálandi. 

– Ég og samstarfsmaður minn vorum að velta fyrir okkur hvers vegna menntun er svo miðlæg, bæði í Danmörku og víðar um heim. Við komumst að því að það vantaði viðbót við nám sem fer fram á háskólasvæði. Í stað þess að finna upp hjólið á ný ákváðum við að skoða hvernig aðrir fari að. Norðurlöndin vinna út frá svipuðum forsendum og eru sammála um margt, en um leið erum við alls ekki afrit af hvert öðru, segir Emil Erichsen. 

MediaHandler (3).jpg  
– Þetta verkefni sýndi að þú þarft ekki að ferðast alla leið til Singapore eða Írlands til þess að fá góðar hugmyndir, segir Emil Erichsen hjá Náms- og menntunarmiðstöðinni í Holbæk. Ljósm: Einkaeign

Þökk sé fjármagni frá Nordplus hafa tvö samstarfsverkefni verið framkvæmd. Það seinna heitir Nordic Center Learning Innovation (NCLI) og átti sér stað á tímabilinu frá ágúst 2016 til júlí 2018. Þátttakendur verkefnisins hittust í málstofum í Holbæk (Danmörku), Ronneby (Svíþjóð), Mikkeli (Finnlandi), Reykjanesbær (Íslandi) og Västervik (Svíþjóð). 

Fjögur þemu fyrir námsmiðstöð

Ályktanir frá málstofunum voru flokkaðar í fjóra þemaflokka.

Fyrsta þema fjallar um það hvernig námsmiðstöð getur verið stefnumótandi miðill milli íbúanna og þeirra aðila sem skipuleggja og bjóða fram nám, vinnuveitenda og stéttarfélaga. 

Annað þema fjallar um nýjar leiðir til að læra, til dæmis netnám (e-learning) og mismunandi stafræna fleti. Í Svíþjóð bjóða margir háskólar upp á fjarnámskeið þar sem allt eða stór hluti námskeiðsins fer fram á netinu (online). Hluti námskeiðsins fer fram “þversum” með því að hafa nokkra fundi á hverju misseri þar sem þátttakendur hittast. Emil Erichsen segir að í dag sé nánast ekki um að ræða fjarnámskeið á háskólastigi í Danmörku. 

Þriðja þema fjallar um að finna nýja notendur. 

– Það eru ekki allir sem vilja stunda nám á stóru háskólasvæði með 4000 öðrum stúdentum, þeir vilja kannski frekar stunda námið í kyrrð og ró í minna námsumhverfi, segir Emil Erichsen. 

Á Íslandi var gott dæmi um þetta þar sem náðist til markhópa sem bjuggu við tungumálaerfiðleika og/eða laka stafræna færni. 
- Það er hvatning í að sjá hvaða möguleika það hefur í för með sér að beina athyglinni að nýjum notendahópum innan fjarkennslu, segir á heimasíðu verkefnisins. 

– Fjórða þema er: “Virkja samfélagið”.

– Það er mikilvægt að til komi stuðningur á staðnum þegar ný námsmiðstöð er sett á laggirnar. Að öðrum kosti vita íbúarnir ekki af henni, segir Emil Erichsen.

– Þetta er áskorun á hverjum stað fyrir sig sem verður að leysa einmitt þar. Ýmsir aðilar eiga hlut að máli - atvinnulífið getur ekki eitt sér leyst þetta, menntastofnanir geta ekki einar sér leyst það og sveitarfélögin ein og sér ekki heldur - það er nauðsynlegt með sameiginlegt átak, segir á heimasíðunni.

Hvatningin er þar ennþá

Samkvæmt Emil Erichsen hefur reynslan af NCLI gefið mikið af sér, og hann vinnur áfram að því að í Danmörku verði stofnaðar fleiri námsmiðstöðvar (nú eru aðeins tvær í öllu landinu), ásamt því að þróa fjarkennsluna. 

– Í hverri viku kemur upp í hugann, “að við verðum að muna eftir því sem gert var á Íslandi, í Svíþjóð eða Finnlandi”, og við notum reynsluna frá Ronneby og Västervik í okkar daglega starfi, segir Emil Erichsen. 

Samvinnan yfir landamæri Norðurlandanna heldur áfram. Emil Erichsen segir að hann og samstarfsmaður hans ætli bráðum að heimsækja Ronneby aftur, til að kynnast því betur hvernig þau vinni þar. 

– Þetta verkefni hefur sýnt að þú þarft ekki að ferðast alla leið til Singapore eða Írlands til að sækja góða hvatningu, segir Emil Erichsen. 

MediaHandler (4).jpg  
Þetta kort frá Skolverket sýnir dreifingu umsókna í fyrstu umsóknarumferð um framlög til námsmiðstöðva. 

Lesa meira um ríkisfjárveitingu til námsmiðstöðva hér

Meira um Nordic Learning Innovation Center hér.