Þankabankinn með heimasíðu

 
Norræni þankabankinn um færni til framtíðar, NTT hefur opnað heimasíður á vefnum www.nordvux.net. Markmiðið er að gera upplýsingar um vinnuna í þankabankanum aðgengilegar fyrir áhugasama. Á síðunum eru upplýsingar um þankabankann. Dagatal með upplýsingum um viðburði bæði þá sem eru framundan og yfirlit yfir fundi, náms- og ráðstefnur þar sem meðlimir þankabankans hafa kynnt starfsemi NTT. Enn fremur má finna krækjur í ýmsar skýrslur sem notaðar hafa verið við vinnuna. Starfsemin byggir á að söfnun og úrvinnslu á upplýsingum um fullorðinsfræðslu sem þegar liggja fyrir. NTT vinnur með aðilum fullorðinsfræðslunnar við undirbúning undir að takast á við þær ögranir sem framtíðin ber í skauti sínu. Þess vegna eru allir áhugasamir boðnir velkomnir til þess að leggja sitt af mörkum á forum.
Meira á: www.nordvux.net/page/457/nordisktenketank.htm
1159