Aukin áhersla á hagnýta og seljanlega þekkingu við þróun fullorðinsfræðslu (VUC) í Danmörku

 

Á árlegri ráðstefnu fullorðinsfræðsluaðila í Danmörku sem bar yfirskriftina VUC miðlar þekkingu, voru meginviðfangsefni VUC rædd með tilliti til þróunar og framsækni og í ljósi þeirra áskorana sem blasa við vegna efnahags-, menningar- og samfélagslega aðstæðna.

 
Umræðurnar grundvölluðust m.a. á forgangsröðun verkefna fullorðinsfræðslunnar 2016-18:  1. Gagnsemi notenda. 2. Fjölbreytni og markhópar. 3. Stofnanir og menning.
Fram komu gildar athugasemdir bæði  frá pallborði stjórnmálamanna og fulltrúa fræðsluaðila. Meðal annars kom fram að verkefni VUC eru  mikilvæg bæði út frá sjónarmiðum efnahags og menntunar, en jafnframt að við miðstöðvunum blasa fjölmargar áskoranir ekki síst vegna niðurskurðar og sí-fjölbreyttari markhópum og þörf fyrir þróun nýrra kennsluaðferða. Í vinnustofunum sem fylgdu voru nýjar rannsóknir á sviði VUC kynntar og ræddar. Einkum í ljósi þess að á næstu árum verður lögð áhersla á miðlun og rannsóknir í reynd sem er einn meginþáttur í starfsemi VUC.