Kerstin Littke matsaðili við stofnun fagháskóla er einn þeirra matsaðila sem bera ábyrgð á innleiðingu hæfnirammans (SeQF). Hún telur að merkja megi greinilega áhuga á hæfnirammanum:
– Við tökum eftir að þeim fjölgar sem skilja hvað SeQF snýst um. Nú erum við í sambandi við fleiri atvinnugreinar sem hafa skilning á mikilvægi þess að lýsa og meta hæfni á ólík þrep. Með því er hægt að þróa hæfni starfsfólk svo það verði fært um að takast á við erfiðari verkefni og auðvelda ráðningu nýs starfsfólks á lægra þrepi. Fræðsluaðilar utan hins hefðbundna menntakerfis eru farnir að hafa samband við okkur til þess að fá fræðslu sem þeir bjóða upp á metna á þrep hæfnirammans SeQF til þess að gera hana sýnilega og gera greinilega hvaða þekkingu fræðslan felur í sér. Þá hafa ótal einstaklingar haft samband við okkur til þess að vita hvort unnt sé að meta eldri prófskírteini á þrep í hæfnirammanum. Fyrst og fremst er markmiðið að matið veiti rétt til frekara náms erlendis eða til starfa þar sem gerð er krafa um hæfni á ákveðnu þrepi.
Nánar hér.