Breytingar og ráðuneytum á sviði fullorðinsfræðslu eftir stjórnarskipti

 

Eftir myndun nýju ríkisstjórnarinnar hafa orðið breytingar sem snerta svið fullorðinsfræðslu, meðal annars hefur menntamálaráðuneytinu verið breytt í ráðuneyti barna og menntunar. Christine Antorini úr flokki jafnaðarmanna er nýr ráðherra fyrir ráðuneyti barna og menntunar og undir það fellur almenn starfsmenntun fullorðinna. Alþýðufræðslan heyrir nú undir menningarmálaráðuneytið en þar er Uffe Elbæk úr flokki De Radikale venstre. Akademísk menntun og starfsmenntun á háskólastigi heyrir nú undir ráðuneyti, vísinda, nýsköpunar og framhaldsmenntunar sem  mun ganga undir nafninu menntamálaráðuneytið og ráðherrann sem svarar fyrir það er Morten Østergaard einnig úr flokki De Radikale venstre.

Nánar um nýju ráðherrana og ráðuneytin: http://fivu.dk og www.uvm.dk
Nánar um flutning alþýðufræðslunnar á slóðinni www.dfs.dk

1391