Danska ríkisstjórnin samþykkir fjárlög fyrir 2013 að loknu samkomulagi við Einingu, enhedslisten

 

 

Fleiri samningar, þar með talið hluti af samningum við aðra flokka hafa afgerandi áhrif á fullorðinsfræðslu. Það á við um að:
Ákveðið hefur verið að leggja til fjármagn til 13 símenntunarmiðstöðva í Danmörku, til þess að fyrirtæki og starfsfólk hafi aðgang að sí- og endurmenntun. Áhersla er lögð á starfsmenntun og ungt fólk. Efla á gæði símenntunar meðal annars með því að auka færni kennara og stjórnenda og gera kröfu um þróun kennslufræði. Tryggja á nemendum tækifæri til starfsþjálfunar annað hvort í skólum eða í fyrirtækjum til þess að þeir geti lokið námi sínu og koma skal á nýjum starfsþjálfunarmiðstöðvum.
Á sviði alþýðufræðslunnar hafa fagskólar fengið aftur framlög sem afnumin voru með endurreisnarpakkanum frá 2010, en enn verður aðhalds gætt við lýðskólana. Tungumálamiðstöðvarnar lenda ekki undir niðurskurðarhnífnum og starfsmenntaháskólarnir njóta áfram framlaga til starfsmenntabrauta. 
Við úthlutun framlaga til rannsókna verður lögð áhersla á rannsóknir á sviði matvæla, umhverfis, heilsu, rannsóknum tengdum framleiðslu auk frjálsra rannsókna og nýsköpunar árið 2013.

Nánar á heimasíðum:
Barna og unglingaráðuneytið: Uvm.dk
Dönsku alþýðufræðslusamtökin: www.dfs.dk
Ráðuneyti rannsókna, nýsköpunar og háskólamenntunar: Fivu.dk
Mandag Morgen: Mm.dk