Dönsk greinargerð: Stefna Dana í símenntun. „Menntun og sífelld færniþróun fyrir alla“ 2007

 
Í henni er lögð sérstök áhersla á menntun og sífellda færniþróun fyrir alla. Samhæfðum aðgerðum og markmiðum er lýst á öllum sviðum, alt frá leikskóla, framhaldsskóla, og þær beinast að því að styrkja framhaldsnám, sérmenntun og fræðslu fyrir þá sem minnsta menntun hafa fyrir. Áætlunin mun hafa í för með sér breytingar á skipulagi og aukið samstarf á milli atvinnulífs, menntastofnana, alþýðufræðslu og frístundakennslu.
Til þess að hægt verði að ná markmiðunum er lögð sérstök áhersla á að efla leiðsögn og ráðgjöf á öllum stigum menntunar, auðvelda aðgengi að raunfærnimati, bæði við skólastofnanir sem og í atvinnulífinu, gera vinnustaði meðvitaðri um færni, nám og þróun og aukna áherslu á að fjölga þátttakendum á lestrar-, ritunar- og stærðfræðinámskeiðum.
Ráðgert er að verja 15. milljörðum danskra króna við undirbúning og framkvæmd áætlunarinnar á árunum 2007 - 2012.
Skýrsluna er hægt að nálgast á rafrænu formi:
Dönsk útgáfa: http://pub.uvm.dk/2007/livslanglaering | LivePaper
Ensk útgáfa: http://pub.uvm.dk/2007/lifelonglearning