Dönsku alþýðufræðslusamtökin, DFS, ræða þróun og ný markmið

 

 

Dönsku alþýðufræðslusamtökin kynntu á nýársfagnaði sínum þann 6. janúar sl. tillögur að nýrri stefnumótun fyrir samtökin. Markmiðið er að styrkja stöðu DFS sem virks og hæfs þátttakenda í samfélagsumræðum, og sem talsmaður almennings. Samtökin geti átt þátt í að efla þróun félaga innan þeirra vébanda auk þess að bæta skilyrði alþýðufræðslunnar og tækifæri í gegn um nýsköpun, og færniþróun. Tillögurnar um nýja stefnumótun eru lagðar fram í kjölfarið á umræðum, samræðu og vinnu árið 2011.

Meira um umræðurnar um þróun alþýðufræðslunnar á Dfs.dk 
Tillaga um stefnumótun: PDF
Umræðuheftið: ”Drastiske ændringer er nørvendige”: PDF