Niðurstöður verkefnisins sem hófst árið 2015 má nýta við ákvarðanir er varða umfang fræðslunnar og þróun innihaldsins.
Bakgrunnur verkefnisins er í frumúttekt á fullorðinsfræðsluspálíkani finnsku menntamálastofnunarinnar. Markmið úttektarinnar er að kortleggja þarfir fyrir spár – líkön og aðferðir. Í úttektinni komu í ljós annmarkar á spám fyrir fullorðinsfræðsluna vegna þess að það skorti líkan sem náði yfir allt landið.
Markmiðið með Dynamo er að samhæfa á nýjan máta spá um færniþróun og megindlegar spár. Að auðveldlega verði hægt að aðlaga líkanið til þess að spá fyrir um þarfir fyrir færniþróun og fræðslu innan ólíkra geira atvinnulífsins. Vorið 2017 verða gerðar tilraunir með Dynamo innan samgöngu- og flutningageirans.