Framhaldsskólinn Glasir í Þórshöfn stóð fyrir könnunni og hún var lögð fyrir alla nemendur á lokaári í öllum framhaldsskólum á Færeyjum. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni að Færeyjar verma fyrsta sætið í könnun um hvar nemendur gætu hugsað sér að sækja nám. 40% aðspurðra segjast vilja stunda nám á Færeyjum, 36% vilja stunda nám í Danmörku og þar næst í þriðja sæti fylgir Stóra Bretland. Til samanburðar má nefna að árið 2014 vildu aðeins 29% aðspurðra leggja stund á nám á Færeyjum samkvæmt niðurstöðum sambærilegrar könnunar. Aukinn áhuga á námi á Færeyjum má meðal annars rekja til þess að námstilboðum hefur fjölgað og að unga fólkið óskar eftir fjölbreyttara úrvali menntunar í framtíðinni. Meðalaldur þeirra sem þátt tóku í könnuninni var 19 ár. Við lestur niðurstaðna könnunarinnar ber að hafa í huga að um áratugaskeið hafa tveir þriðjuhlutar hvers árgangs unglinga flutt erlendis til þess að leggja stund á nám og um helmingur þeirra ekki flutt tilbaka að loknu námi.
Meira um könnun Glasirs
og hlustið á útvarpsþátt um könnunina hér