Einstaklingurinn í brennidepli þegar evrópskir sérfræðingar á sviði raunfærnimats hittust í Árósum

Um 170 þátttakendur hvaðanæva Evrópu ræddu um þróun raunfærnimats á öðrum raunfærnimatstvíæringnum.

 

Umræðurnar eru líflegar þegar 170 þátttakendur hvaðanæva Evrópu hittast á þriggja daga ráðstefnu í Árósum. Sendinefndir frá m.a. Síle, Venesúela og Bandaríkjunum gerðu sér einnig ferð þangað. Þetta er í annað skipti sem tvíæringurinn er haldinn. Þróun raunfærnimats þokast í rétta átt og þátttakendur eru á einu máli um að kerfi fyrir raunfærnimat framtíðarinnar verði að byggjast á þörfum einstaklingsins en ekki ríkisins eða fyrirtækjanna. Ferlið er tímafrekt. Einkum og sér í lagi vegna þess að kerfin sem verið er að þróa eiga ekki að vera í samkeppni við önnur kerfi heldur bæta þau upp. Markmiðið er mat á raunfærni sem gerir fólki kleift að ná betri árangri í lífinu með þeirri færni og hæfileikum sem það býr yfir. Við þetta geta viðmiðarammar (NQF) verið gagnlegir. Forsendurnar eru að kerfin verði gagnsæ, henti aðstæðum og byggi á trausti.

Nánar á heimasíðu tvíæringsins

Hér má einnig nálgast myndir, tíst og vídeó