Þekking á ráðgjöf sem virkar

 
Mikil áhersla hefur verið lögð á náms- og starfsráðgjöf sem stuðning við unglinga á skólaaldri til þess að minnka brottfall en við vitum of lítið um árangur þeirrar ráðgjafar sem veitt er. Þetta er meðal niðurstaðna á mati á danska námsráðgjafakerfinu sem danska matsstofnunin hefur nýverið lokið við. Þar er mælt með að komið verði á skráningarkerfi fyrir landið allt svo hægt sé að leggja mat á samhengi ráðgjafar, vals unga fólksins um að ljúka námi og hefja störf.
Meira www.eva.dk.
1147