Þekkingarmiðstöðvar fyrir starfsmenntaskóla verða reknar áfram

Samningsaðilar sem standa að umbótum á starfsmenntun í Danmörku hafa ákveðið að veita fjármagn til þess að halda starfsemi setranna áfram til ársins 2024.

 
Mynd: ThisIsEngineering - Pexels Mynd: ThisIsEngineering - Pexels

Í tengslum við umbætur á starfsmenntun 2015, var níu þekkingarmiðstöðvum um starfsmenntun komið á laggirnar. Markmiðið var að stofna öflugar, faglegar miðstöðvar sem gætu stutt við starf starfsmenntaskólanna við stafræna þróun, þróun náms sem tryggja nemendum þá hæfni sem ný tækni og stafræn þróun í fyrirtækjunum krefst, auk þess að styrkja þróun hæfileika og virðingu starfsmenntaskólanna. Stofnað var til sjö þekkingarmiðstöðva á mismunandi þverfaglegum tækni- og iðnsviðum.

Niðurstöður nýrrar könnunar frá Rambøll sýna að, þrátt fyrir mun á til dæmis starfsháttum, umfangi námssviða og samstarfi, hafi miðstöðvarnar almennt farið vel af stað en enn sé þörf fyrir að efla vitneskju um miðstöðvarnar.

Nári upplýsingar um hvert þekkingarsetur hér

Krækja í matsskýrsluna hér (pdf)