Þekkingarsetur um raunfærnimat

 
Þekkingarsetrið safnar saman, vottar, miðlar og dreifir þekkingu um stefnu og aðferðir við raunfærnimat og beinir sjónarhorni sínu einkum að vottun raunfærnimats á vinnustöðum og í þriðja geiranum. Þekkingarsetrið hefur fengið það mikilvæga verkefni að koma af stað umræðum og setja af stað tengslanet sem þar með er framlag þeirra til uppbyggilegrar samvinnu milli menntunar, stofnana, fyrirtækja og félagasamtaka í vinnunni við vottun raunfærnimats. Þekkingarsetrið hefur nýlega haldið tvö málþing um Raunfærnimat í framkvæmd með þátttöku tæplega 300 manns. Málþingin hafa fært þátttakendum aukna þekkingu og að auki sett af stað rökræður um vinnu við raunfærnimat innan sí- og endurmenntunar.
Kirsten Aagård, sem er framkvæmdastjóri þessa nýja þekkingarseturs, mun taka þátt í Tengslaneti um raunfærnimat á vegum norræns tengslanets um nám fullorðinna, NVL www.nordvux.net
árið 2008.
Efni frá málþingunum liggur inni á www.nvr.nu
1265