Eldri í atvinnulífinu

 

hefur um árabil vakið athygli á Norðurlöndunum fyrst og fremst vegna þess að íbúarnir eldast og það getur haft áhrif á samkeppnishæfnina og velferðarkerfin. Hvernig á vinnustaður að vera til þess að eldri borgurum líði vel og þeir sæki sér sífellt nýja færni með tilboði um símenntun? Með starfi tengslanetsins„Eldri í atvinnulífinu“ ætlar NVL að leita svara við þessari spurningu.
Tengslanetið hefur starf sitt með því að safna reynslu af áætlunum, verkefnum, markmiðum, starfsemi, rannsóknum og fl. sem kannað hefur eða meðvitað unnið að því að hlusta eftir þörfum eldra fólks í atvinnulífinu. Skjölum með lýsingum verður safnað saman og þau birt á heimasíðum NVL og síðan er ætlun tengslanetsins að taka saman niðurstöður og beina þeim til samtaka launþega og vinnuveitenda.

1217