Verkefnið Plug In verður víkkað út og á að ná til nýnema í framhaldsskólanum og unglinga á 16. ári. Samtals verður 150 milljónum sænskra króna varið til þess að draga úr brottfalli úr framhaldsskóla. Sænska sveitarfélaga- og héraðssambandið (SKL) og 6 héröð í Svíþjóð leggja í sameiningu 50 milljónir króna í verkefnið. Evrópski félagsmálasjóðurinn (EFS) í Svíþjóð leggur 100 milljónir í verkefnið. Rúmlega 80 verkstæði hafa verið starfrækt á mismunandi stöðum í landinu síðastliðin þrjú ár. Ólíkar aðferðum hefur verið beitt, þær þróaðar og þeim verður einnig beitt í nýja átakinu Plug In 2.0.
Sjónum verður einkum beint að fyrirbyggjandi vinnu í skólunum með aukinni áherslu á persónulega aðstoð, greinilegum áætlunum og sérsniðnu námi. „Nemendaþjálfarar hafa náð góðum árangri“ segir Per-Arne Andersson, deildarstjóri hjá SKL.
Meira