Evrópska árið fyrir jöfn tækifæri fyrir alla er 2007

 
Fjögur lykilþemu ársins eru réttindi, umboð, viðurkenning og virðing. Markmiðið er að auka þekkingu um réttindi minnihluta hópa og fatlaðra, styrkja umboð einstaklinga sem eiga á hættu að verða beittir misrétti, auka gagnkvæma virðingu á milli einstaklinga og þjóðabrota og auka samheldni með því að ryðja úr vegi klisjum, fordómum og ofbeldi.
Í Finnlandi er viðurkennt að það er mikilvægt að virkja íbúana í undirbúningi og skipulagi þemaársins. Annað mikilvægt atriði er að gefa þeim félögum sem gæta hagsmuna þeirra sem hætt er við mismunum og misrétti tækifæri til þess að gegna hlutverkum í verkefnum og viðburðum þemaársins sem og áhugasömum einstaklingum. Fjöldi félaga, allir aðilar vinnumarkaðarins auk ýmissa málgagna sem berjast fyrir misrétti koma einnig að skipulagi og framkvæmd ársins.
1234