Danska ríkisstjórnin hefur með tveimur nýjum samningum veitt 730 milljónum danskra króna til þess að efla grunnleikni atvinnuleitenda, fleyta ófaglærðum yfir í fagmennsku og þróa færni til að tryggja örugga yfirfærslu í ný störf. Í raun felast samningarnir meðal annars í hækkun atvinnuleysisbóta til þess að veita ófaglærðu fólki tækifæri til þess að verða faglært, í auknum framlögum til styttri atvinnutengdra námskeiða auk auðveldara aðgengi að námskeiðum í upplýsingatækni og ensku.
Samningarnir eru fyrsta skref í viðleitni ríkisstjórnarinnar til þess að veita atvinnuleitendum aukin tækifæri til umskólunar fyrir ný störf í nýjum geirum og eflingu færni vinnuaflsins í framtíðinni.
Meira:
- Samningur um eflingu færni
- Samningur um sérstakar aðgerðir fyrir atvinnuleitendur