Félagsmiðlar eru orðnir hluti af starfinu

 

 

Fimmtungur finnskra launþega nota félagsmiðla við vinnu sína. Þetta kemur fram í bráðabirgða niðurstöðum vinnumarkaðsbarómetersins sem gefinn er út af finnska atvinnuvegaráðuneytinu.   

Barómeterinn sýnir að hvorki kyn né aldur skilur á milli notkunar félagsmiðla. 23 prósent fólks á aldrinum 35-44  ára nýta sér félagmiðla en í yngsta aldurshópnum (18-24) og elsta aldurshópnum (55-64) er notkunin í kring um 20 prósent. Barómeterinn sýnir einnig að notkun félagsmiðla er meiri í einkageiranum og hjá ríkinu en til dæmis hjá sveitarfélögunum og í iðnaði. 

Launþegar nýta sér gjarnan félagsmiðla til þess að afla og miðla upplýsingum, læra eitthvað nýtt og halda við samböndum sínum. Tæplega helmingur nýtir félagsmiðla í öðrum tilgangi eins og þjónustu við viðskiptavini, sölumennsku eða þróun á vöru og þjónustu.

Meira

Skýrslan á finnsku