Fjárframlög til lýðskóla í Noregi hækka

 

 

Í fjárlögum norska ríkisins fyrir 2013 er gert ráð fyrir að fjárframlög til lýðskóla hækki um tíu milljónir NOK. Þetta veitir skólunum aukinn stöðugleika en starfsemi þeirra hefur eflst talsvert á undanförnum árum, bæði á styttri og lengri námsbrautum. Kristin Halvorsen menntamálaráðherra telur lýðskólana vera tilvalinn kost til þess að hvetja ungt fólk til að ljúka námi.

Meira:
http://nkf.folkehogskole.no/nkf/2012/mer-penger-til-folkehogskolene/