Fjöldi umsækjenda um fullorðinsfræðslu við „Skúlin við Áir“

 

Markhópur þessa litla skóla eru fullorðnir sem af einhverjum ástæðum þarfnast endurhæfingar, eru hreyfiskertir eða af öðrum orsökum skortir grunnleikni. Skólinn getur boðið upp á nám fyrir 20 nemendur í níunda bekk auk 16 nemenda í svokallað FHS nám, sem er undirbúningur undir verslunar- og skrifstofunám. Alls hafa 75 umsóknir borist um þessi fáu nemendapláss frá fólki í öllum aldurshópum sem gefur til kynna eftirspurn eftir og þörf fyrir fullorðinsfræðslu.  
Markmið skólans er að þróa grunnleikni nemendanna, styrkja sjálfstraust þeirra, virkja þá og undirbúa undir þátttöku á vinnumarkaði, til þess að hefjast handa við umskólun eða ef til vill til þess að hefja nám á framhaldsskólastigi. Nám í skólanum byggir á langri reynslu við endurhæfingu og grundvöllur fræðslunnar byggir ætíð á þörfum hins einstaka nemanda.

Nánar: www.dugni.fo