Fjórar fræðslumiðstöðvar sameinast í IÐUNNI – fræðslusetri ehf.

 

 
IÐAN - Fræðslusetur ehf. hefur hafið starfsemi. Hlutverk IÐUNNAR er að bæta hæfni fyrirtækja og starfsmanna í byggingar-, málm-, prentiðnaði og matvæla- og veitingagreinum.  IÐAN – fræðslusetur ehf. verður til við samruna fjögurra fræðslumiðstöðva í iðnaði og ferðaþjónustu. Í samstarfssamningi er samstarfssamningi stofnaðila er kveðið á um að IÐAN skuli starfrækja sí- og endurmenntun og jafnvel meistaranám.  IÐAN mun taka þátt í rannsóknar- og þróunarverkefnum um hæfni í iðnaði og iðnmenntun og hún mun leiða samskipti við stjórnvöld um fræðslumál viðkomandi greina.
Upplýsingatorg Iðunnar veitir upplýsingar um iðnnám, símenntun iðnaðarmanna og annað nám sem varðar iðnaðinn. IÐAN tekur yfir upplýsingavefinn www.idan.is um nám og störf sem Samtök iðnaðarins komu á legg og hafa rekið undanfarin ár.