Fleiri fullorðnir fá rétt á menntun

 
Ríkissstjórnin í Noregi vill fella 25 ára aldurstakmarkið um rétt til framhaldsmenntunar og veita fleirum aðgang að áframhaldandi náms
Rísisttjórnin í Noregi vill minnka bili í menntakerfinu og veita öllum sem náð hafa 25 ára aldri rétt til framhaldsnáms. Þessi “fullorðinsréttur” hefur fram til þess einungis átt við um þá sem fæddir eru fyrir árið 1978, þá sem nú eru 28 ára og eldri. Allir yngri en 25 eiga rétt á framhaldsnámi samkvæmt unglingakvótanum en engar reglur gilda um þá sem eru á aldrinum 25 til 28 ára. Norska ríkisstjórnin lagði frumvarpið fram á Stórþinginu sem lið í átaki um að efla símenntun þann 15. desember síðastliðinn. 
Nýju lögin munu hafa áhrif á stöðu 30-40.000 fullorðinna sem ekki hafa lokið framhaldsskóla. Meðal úrræða sem hinir fullorðnu geta nýtt sér er stytting á námi vegna þekkingar og reynslu sem fengin er með þátttöku í atvinnulífinu.
1260