Fleiri tækifæri til náms fyrir fullorðna án atvinnu

 

Fram til þessa hefur ALS átt frumkvæðið að færniþróunarnámskeiðum í samstarfi við kvöldskólann í Þórshöfn, en nú eykur sjóðurinn við framboð á námi fyrir atvinnuleitendur í öðru sveitarfélagi með dagnámi. Rúmlega helmingur þeirra fjórtán hundruð Færeyinga sem eru án atvinnu hafa aðeins lokið námi úr grunnskóla. Tækifæri þeirra til framhaldsnáms er því takmarkað. Af þeim sökum hefur sjóðurinn tekið frumkvæði að því að skipuleggja náms- og færniþróunartilboð fyrir þá sem annars hafa skert tækifæri til færniþróunar.  Markmiðið er að undirbúa atvinnuleitendur undir þátttöku á vinnumarkaði eða til frekara náms.

Meira um tilboðið á færeysku, sem er eins árs tilraunaverkefni: Als.fo

1924