Flýtispor fyrir nýaðflutta á sviði heilbrigðis- og umönnunar

Aðilar atvinnulífsins hafa í samstarfi við Vinnumálastofnunina í Svíþjóð sammælst um að kom á flýtispori fyrir nýaðflutta innan lögbundinna starfssviða umönnunar og heilbrigðis.
Ríkisstjórnin hefur undanfarið ár átt í viðræðum við aðila atvinnulífsins til þess að auðvelda nýaðfluttum sem hafa lokið ólíku starfsnámi og hafa starfsréttindi að ganga í störf á sænskum vinnumarkaði.

 
Sjónir hafa einkum beinst að störfum innan heilbrigðis- og umönnunargeirans s.s. læknum, hjúkrunarfræðingum, tannlæknum og lyfjafræðingum en alls geta flýtisporin átt við um 21 lögbundin störf á sviðunum. Flýtisporin fela í sér að nýaðfluttir fái sem fyrst upplýsingar um raunfærnimatsferli heilbrigðis- og velferðaryfirvalda. Þá skal vera kostur á sænskukennslu aðlagaða starfsumhverfinu auk tækifæra til  áheyrnar í kennslu og starfsþjálfunar. Nýaðfluttum á ennfremur að bjóða upp á aðlögunarnámskeið til undirbúnings þekkingarprófa félagsmálayfirvalda.