Framlög til fjárstuðnings til náms í Finnlandi skorin niður

 

 

Draga verður úr opinberum útgjöldum í Finnlandi og nú stendur til að skera niður framlög til námsstyrkja. Verði frumvarpið samþykkt taka ný lög taka gildi 1. ágúst 2015.  

Tillögurnar gera ráð fyrir að námsmaður sem þegar hefur lokið námi á háskólastigi hafi ekki rétt til þess að taka aðra gráðu á sama stigi með námsstyrk. Eftir sem áður verður hægt fá styrk til þess að ljúka framhaldsgráðu, ljúka starfsmiðaðri endurmenntun eða námi sem veitir starfsréttindi. Markmiðið með breytingunum er að flýta umskiptum frá námi út á vinnumarkaðinn, bæta ráðstöfum nemaplássa og draga úr opinberum útgjöldum.

Lagt er til að takmarkanirnar öðlist gildi 1. ágúst 2016 og gildi fyrir nám sem lýkur með háskólaprófi og nám hefst þann 1. ágúst 2016 eða síðar. Þessar nýju takmarkanir munu leiða til sparnaðar að samtals upphæð 10,5 milljóna evra á tímabilinu 2016 til 2019. Styrkþegum fækkar um 3.200 fram til 2019. Tillögurnar byggja á stefnumótun finnsku ríkisstjórnarinnar sem samþykktar voru í vor.

 

Heimild: Mennta- og menningarmálaráðuneytið