Framlög til skólaþróunar ná ekki til allra

 

Í sumum sveitarfélögum er framlag ríkisins til skólaþróunar gernýtt en í öðrum eru engar aðgerðir í gangi. Mismunurinn er mikill eins og fram kemur í nýrri skýrslu frá sænsku Menntamálastofnuninni.

Ástæðurnar segja sveitarfélögin vera að þau verða að leggja fram fé á móti til þess að fá styrkinn frá ríkinu. Í skýrslunni kemur einnig fram að hve miklu leiti einstök sveitarfélög nýta ríkisframlagið. Árið 2014 úthlutaði Menntamálastofnunin rúmlega 7 milljörðum sænskra króna með 65 styrkjum. 90 prósent fjárins var veitt til sveitarfélaga. 10 prósent runnu til einkaskóla og annarra móttakenda. Sveitarfélög í Suður-Svíþjóð eru virkari en sveitarfélög í Norður-Svíþjóð. Stóru borgirnar eru einnig virkari en önnur sveitarfélög.

Meira