Færni allra til nýta sér upplýsingatæknina – verkefnið metið

 
Verkefnið um færni allra til nýta sér upplýsingatæknina hlaut mikla athygli á meðan það stóð yfir. Miklu var hrint í framkvæmd með tiltölulega lágum tilkostnaði. Árangurinn af verkefninu var kynntur þann 25. janúar s.l. á námsstefnu sem landsstjórnin í Suður-Finnlandi stóð að.
Menntun upplýsingatækniráðgjafanna var hluti af áætlun finnska menntamálaráðuneytisins um menntun og rannsóknir sem og verkefnið: Færni allra til nýta sér upplýsingatæknina. Markmið verkefnisins var tvíþætt, annars vegar að bæta tækifæri borgaranna til þess að tileinka sér grunnfærni í upplýsingatækni sem hentar lífsvenjum þeirra og hins vegar að leggja grunn að betri ráðgjöf fyrir borgarana til þess að ná markmiðunum. Sérstakar þakkir voru færðar til Martha-félaganna, sem með skapandi verkefnum höfðu laðað fólk til ráðgjafar um upplýsingatækni. Eldri borgarar voru meðal þeirra sem voru hvað virkastir í verkefninu. Þeirra ráðgjafar geta nú að eigin mati aðstoðað hver annan við að nýta sér farsíma, heimabanka eða rafræn strætókort. Ástæða þess að kerfið virkar er að grundvöllurinn að starfi frjálsra upplýsingatækniráðgjafa var lagður frá upphafi verkefnisins. 
1218