Fræðslumiðstöð atvinnulífsins velur fyrirmyndir í námi fullorðinna

 

Önnur kvennanna er Elín Þór Björnsdóttir. Hún tók frumkvæði og safnaði saman ákveðnum lágmarksfjölda nemenda svo Grunnmenntaskólinn yrði kenndur í hennar heimabyggð. Hin er Kornína Óskarsdóttir. Hún er bóndi og nýtti sér náms- og starfsráðgjöf hjá Þekkingarsetri Þingeyinga. En bændur er sá hópur sem einna minnst hefur nýtt sér tilboð símenntunarmiðstöðvanna í landinu. 
Báðar, þessar konur, eru fyrirmyndir um einstaklinga sem hafa náð góðum árangri, sýnt frumkvæði og kjark. Viðurkenningin hefur verið þeim hvatning til að halda áfram og að þeirra mati er aldur og aðstæður engin hindrun.    

Samstarfsaðilar FA voru beðnir um að tilnefna einn einstakling, sem hefur skarað fram úr í starfi námsvetrarins 2006-2007.

Eftirfarandi viðmið voru við val á einstaklingi:
Er í markhópi FA og hefur tekið þátt í viðfangsefni eða viðfangsefnum sem FA býður í samstarfi við símenntunarmiðstöðvar eða fræðslumiðstöðvar.
• Námsleiðir.
• Náms- og starfsráðgjöf.
• Raunfærnimat.

Hefur náð góðum árangri t.d.
• Sýnt miklar framfarir miðað við upphafsstöðu.
• Hafi lokið viðkomandi úrræði.
• Getur verið öðrum fyrirmynd.
• Lagt í lengra nám.
• Bætt stöðu á vinnumarkaði.

Hefur sýnt frumkvæði og kjark, yfirstigið hindranir s.s.
• Námserfiðleika.
• Langt um liðið síðan hann/hún stundaði nám.
• Er úr hópi sem er í miklum minni hluta þeirra sem sækja sér þessa þjónustu.

Getur verið fulltrúi fyrir þennan hóp heima í héraði og kynnt viðkomandi úrræði fyrir öðrum, vilji til að segja öðrum sögu sína t.d.
• Birting greinar (sólskinssögu) í dagblöðum, Gátt, svæðisbundnum ritum.
• Komið fram á fundum og sagt frá reynslu sinni.

Sjá heimasíðu Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins www.frae.is

1339