Frumvarp um símenntun í undirbúningi

 
Síðastliðið haust skilaði verkefnisstjórn um fullorðinsfræðslu/símenntun skýrslu til ráðuneytisins þar sem meðal annars var lagt til að sett verði lög sem tryggja fullorðnum einstaklingum sem hyggjast snúa aftur til náms rétt til að ljúka námi við hæfi á framhaldsskólastigi.
Í ráðuneytinu hefur verið farið vandlega yfir tillögur verkefnisstjórnarinnar. Í framhaldi af því hefur menntamálaráðherra ákveðið að láta vinna frumvarp til laga um fullorðinsfræðslu/símenntun. Ákveðin undirbúningsvinna mun fara fram í ráðuneytinu en haft verður samráð við hagsmunaaðila á síðari stigum um samvinnu og aðkomu þeirra að þessu mikilvæga verkefni.
Sjá vefrit menntamálaráðuneytisins
www.menntamalaraduneyti.is/media/MRN-pdf_Vefrit/24_2007.pdf
1314