Fullorðinsfræðsla í Noregi 2014

 

 

Vox-spegillinn kemur út á hverju ári þar er tölfræði um þátttöku fullorðinna í fræðslu. Nýlega kom árgangur 2014 út. Þar er meðal annars yfirlit yfir kennslu í norsku og samfélagsfræði fyrir fullorðna innflytjendur, nám hjá fræðslusamböndunum, nám í fangelsum og nám á vegum NAV norsku atvinnu- og velferðarstofnunarinnar. Meðal annars má lesa að þeim sem luku námi í norsku á þriðja stigi fjölgaði um 25 prósent í munnlegri norsku og 30 prósent í skriflegri norsku á milli áranna 2012 og 2013. Ennfremur að á árinu 2013 tók rúmlega helmingur þeirra sem afplánuðu í norskum fangelsum þátt í námi á vegum fangelsismálastofnunar í Noregi.

Lesið Vox-spegilinn 2014 hér