Fundarefnið var þróun norrænu velferðarríkjanna sem einnig er meginþema á formennskuári Norðmanna fyrir Norrænu ráðherranefndinni. Rigmor Aasrud sem er samstarfsráðherra í Noregi kynnti formennskuáætlunina. Grænlenski samstarfsráðherrann lagði áherslu á mikilvægi þess að menntun nyti forgangs í samstarfi Norðurlandanna og í löndunum öllum, til þess að undirbúa íbúana undir þær breytingar sem framundan eru.1
Han sagði: „Á Grænlandi er tekist á við verkefni sem felst í að veita öllum tækifæri til menntunar sem gerir fólk hæft til þess að sjá fyrir sér og taka virkan þátt í uppbyggingu samfélagsins. Í því starfi leikur samstarf og gagnkvæmur innblástur afar mikilvægt hlutverk.“
„Frumkvæðið að forgangsverkefnum er einkum mikilvægt til þess að viðhalda kraftinum í samstarfi norrænu þjóðanna. Samstarfsráðherrarnir geta vakið máls á ýmsum verkefnum og hafist handa um leið. Á þann hátt getum við lagt okkar af mörkum við að skapa nýjar víddir í samstarfi Norðurlandanna“, sagði Palle Christiansen, að lokum. Fyrir næsta fund á að ræða um hvaða áherslur á að leggja í norræna samstarfinu á næsta ári og tillögur um það verða lagðar fram á þingi Norðurlandaráðs í lok október.
1 ”Samarbejdsministre til offentlig møde”, nyheder fra Departementet for Uddannelse og Forskning, 27. februar 2012.
Meira: Ráðuneyti menntunar og rannsókna í heimastjórn Grænlands: HTML