Gagnabanki um þróunarverkefni - innblástur aö nýjum verkefnum.

 

 
Í gagnabankanum eru verkefni úr grunnskólum, bók- og starfsnámi framhaldsskólanna, starfstengdu námi (EUD, SOSU o.fl.), menntatilboðum atvinnulífsins (AMU)  og öðru framhaldsnámi. Þar með inniheldur gagngrunnurinn allar námsleiðir sem standa nemendum til boða. Hægt er að fylgjast með því hvaða verkefni eru í gangi í menntastofnunum í Danmörku og fá hugmyndir um hvernig hægt er að laga sams konar verkefni að mismunandi skólum. Það var megintilgangur samstarfsins milli Menntamálaráðuneytisins og UNI•C við uppsetningu gagnabankans. Í gagnabankann er hægt að sækja raunverulegan innblástur og koma á samböndum við aðila þróunarverkefna.  
Hlekkur að gagnabankanum er hér www.fou.emu.dk