Harkalegur niðurskurður á framlögum til fræðslusambanda

 

Fræðslusamböndin í Noregi fá rúmlega 3 milljarða íslenskra króna af fjárlögunum 2015. Það er 630 milljónum minna en í ár, eða lækkun um 746 milljónir eða um það bil 20% ef tekið er tillit til verðlagsbreytinga.    

Framlög til fullorðinsfræðslu verða skorin niður um 20% samkvæmt frumvarpi norsku ríkisstjórnarinnar til fjárlaga. „Þetta er harkalegur niðurskurður og hefur gríðarleg áhrif á framboð frjálsra félagasamtaka á námskeiðum um allt land“ segir Gro Holstad framkvæmdastjóri Sambands fræðslusambanda.

Bitnar hvað harðast á þeim litlu  

Verði þetta að veruleika er hætta á að hluti af námsframboði fræðslusambandanna sleginn út af borðinu. Í nýlegri skýrslu frá Oxford Research sem gerð var að beiðni þekkingarráðuneytisins kemur fram að 35% af námskeiðum frjálsra félagsamtaka hverfa ef framlaga til fullorðinsfræðslunnar nýtur ekki við. Harkalegastar munu  afleiðingarnar verða hjá staðbundnum fræðsluaðilum út á landi, þar segir um helmingur: án framlaga - engin námskeið. „Í dag bjóða fræðslusamböndin og frjáls félagsamtök upp á námskeið í 419 af 428 sveitarfélögum, verði niðurskurðurinn að veruleika er ég hrædd um að mun fleiri sveitarfélög standi án framboðs á námskeiðum“ segir Holstad. „Það verður fjölbreytileikinn sem líður“ staðhæfir hún.

Trúir á Kristilega flokkinn og Vinstri flokkinn  

Eina ljósglætan er að áherslur samstarfsflokka ríkisstjórnarinnar, Kristilega flokksins og Vinstri flokksins, í fjárlagafrumvarpinu eru enn ekki ljós. Þessir flokkar njóta mikils fylgis sjálfboðaliða og hafa sýnt að þeir vilja leggja áherslu á ævinám“, segir Holstad. „Síðustu orðin hafa ekki fallið fyrr en Vinstri flokkurinn og Kristilegi flokkurinn hafa látið álit sitt í ljós í KUF-nefndinni“ segir Holstad.

Nánar

Heimild: VOFO

1436