Háskólasamstarf í Norður-Atlantshafssvæðinu

 

 

Fyrir hálfu ári kynnti Norður-Atlantshafsþankabanki sem stofnað var til að frumkvæði NORA  fyrstu tillögur um aðgerðir til þess að styrkja samstarf háskóla á svæðinu. Fyrir nokkrum mánuðum hlutaðist Háskólinn í Norður-Noregi um að bjóða Háskólanum í Færeyjum, Háskólanum á Grænlandi og Háskóla Íslands til fundar um aðgerðir til undirbúnings sameiginlegrar menntunar. Markmið menntunarinnar er að veita stúdentum stjórnunarfærni sem nýtist bæði í einkageiranum og hjá hinu opinbera á norðurslóðum.
Fundurinn var haldinn við Háskólann á Norðurlandi, hann einkenndist af bjartsýni. Norður-Noregur, Ísland og Færeyjar eiga margt sameiginlegt. „Nálægð við hafið, olíu, gas og námavinnslu og margt fleira bindur okkur saman. Sameiginlegt nám til meistaragráðu myndi gagnast okkur öllum“, sagði rektor Háskólans á Norðurlandi, Pål Pedersen, á fundinum. Fulltrúi Háskólans á Færeyjum var rektor Sigurð í Jákupsstovu.
Samþykkt var að fulltrúar háskólanna fjögurra myndu koma saman aftur í Færeyjum í september til þess að vinna að tillögum að hvaða þættir eiga að vera í menntuninni. 

Meira um menntunina á:
www.nora.fo/index.php?pid=193&cid=416 og
www.nora.fo/index.php?pid=193&cid=557