Háskólinn í Færeyjum viðurkennir „Charter and Code“

 

 

Háskólinn í Færeyjum er fyrsta rannsóknastofnunin í Færeyjum sem hefur tilkynnt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins að stofnunin starfi í samræmi við Charter & Code.

„European Charter for Researchers and Code of Conduct for the Recruitment of Researchers“, stytt í Charter & Code, er skjal sem framkvæmdastjórn ESB hefur samþykkt og lýsir réttindum og skyldum vísidamanna og vinnuveitenda þeirra. Ákvæði Charter & Code taka meðal annars til ráðninga, vinnuumhverfis, hæfniþróunar og starfsráðgjafar. Háskólinn í Færeyjum er nú einn af  612 rannsóknastofnunum í Evrópu sem hafa staðfest opinberlega að þær starfi eftir Charter & Code.

Lesið meira um Charter & Code   og færeyskar fréttir af rannsóknum