Hvernig nota má Web 2.0 í fræðslustarfi

 

Á Vefnum má finna fjölda nýrra „verkfæra“ sem geta auðveldað og stutt við samvinnu og nám starfsfólks. Þekktustu dæmin eru vefþjónustur eins og:  Flickr, Wikipedia, del.icio.us, blog, ofl. Slíkar vefþjónustur hafa hlotið yfirskriftina Web 2.0 af því að sumum finnst þær hafa breytt eðli Internetsins.
Á málstofu í Osló og á vefnum 4. mars 2008 munum við skoða ólík verkfæri sem eru aðgengileg á vefnum og velta upp möguleikum til að nota þau við samvinnu og nám m.a. í vinnustaðanámi, samvinnu og þróun innanhúss. Dagskrá málstofunnar finnur þú á þessari síðu og á vefsíðu tengslanetsins: http://distans.wetpaint.com
Kynntu þér meira um Web 2.0 og verkfærin á eftirfarandi vefsíðum.
Stutt skýring á Web 2.0 með myndböndum  (á ensku)
Listi yfir Web 2.0 verkfæri
Um notkun Wiki í fyrirtækinu
Um notkun web 2.0 verkfæra í skólanum

Velkomin á málstofuna í Osló eða til að fylgjast með á vefnum! Skráðu þig hér: á málstofuna í Osló.
Nánari upplýsingar um þátttöku á vefnum birtist síðar.

1395