Í nýjum þríhliðasamningi eru aðilar sammála um sérstakan styrk til að halda í nema

Í samningnum er kveðið á um fjárhagslegan stuðning til þess að koma á og viðhalda nemaleyfum meðal annars í formi launastyrks, endurgreiðslu launa til fyrirtækja og styrks við venjulega námssamninga.

 
Foto: Mimi Thian Foto: Mimi Thian

Áhrif corona-veirunnar á fyrirtæki og skóla eru þau að erfitt hefur reynst að viðhalda starfnámi á vinnustöðum og ráða nema í Danmörku. Þess vegna undirrituðu danska ríkisstjórnin og aðilar vinnumarkaðarins samning þann 28. maí sl. um fjárhagslegan stuðning, í formi launastyrks, aukinnar endurgreiðslu launa til fyrirtækja sem hafa og vilja ráða nema auk styrks við venjulega námssamninga.

Aðgerðirnar eru fjármagnaðar með sparnaði í starfsmenntasjóði atvinnurekenda (Arbejdsgivernes Uddannelsesbidrag, AUB). Framlag atvinnurekenda til AUB er tímabundið numið úr gildi það sem eftir er ársins 2020 og á að eiga þátt í að koma á jafnvægi á milli tekna og útgjalda í AUB.

Undirrituðum námssamningum hefur fækkað um nærri helming.

Tölur frá 2. júní 2020 sýna, að undirrituðum námssamningum á tímabilinu 12. mars til loka apríl 2020 hefur fækkað um nærri helming frá sama tímabili árið 2019 vegna covid-19 (að frátöldum samningum í félags- og heilbrigðismálagreinum og skóla- og félagsliða).

Nýjum þríhliðasamningi er ætlað að draga úr fækkun námssamninga.

Lesið þríhliða samninginn hér.

Nánar um samninginn á heimasíðu barna- og menntamálaráðuneytisins hér.

Tölfræði um námssamninga í Danmörku má finna hér.