Í nýrri skýrslu kemur fram að tileinkun félagsfærni er jafn mikilvæg og fagtengt nám

 

Þetta sýna niðurstöður nýrra skýrslu um ævinám þar sem ungt fólk með Aspberger heilkenni lýsir reynslu sinni af sérkennslu.

Skýrslan er hluti ritraðar frá Encell, sænsku miðstöðinni um ævinám og er skrifuð af Joel Hedegaard og Martin Hugo, fræðimönnum í kennslufræði við Háskólann í Jönköping. Fræðimennirnir hafa rannsakað menntun með beitingu upplýsingatækni fyrir fólk með Asperberger heilkenni á aldrinum 19 - 30 ára. Sjónum er beint að upplifun þátttakanda af náminu og hvernig kennslan virkaði og hvernig staðið hefur verið að stuðningi við þátttakendur. Niðurstöðurnar sýna meðal annars að tileinkun félagsfærni leikur að minnsta kosti jafn mikilvægt hlutverk  og námið sem tengist einstaka fögum. 

Fræðimennirnir telja að félagsfærni sé forsenda þess að þátttakendur geti tileinkað sér formlega menntun til undirbúnings atvinnu, en jafnframt að félagsleg tengsl leiki mikilvægt hlutverk, ekki síst til þess að sjálfstraust og sjálfsálit geti vaxið.  

Nánar