Í öðru hverju sveitarfélagi er bið eftir að komast í sænskunám

Í nýlegri skýrslu frá sænsku menntamálastofnuninni kemur fram að innflytjendur í nær helmingi sveitarfélaga eru á biðlista eftir því að komast í sænskunám en í aðeins örfáum sveitarfélögum er biðlistinn langur.

 

Helsta orsökin er skortur á kennurum sem kenna sænsku sem annað mál.

– Kennaraskorturinn er merkjanlegur og það er erfitt að fá kennara sem kenna sænsku sem annað mál. Við höfum þess vegna lagt til að aðgengi að fjarnámi fyrir kennara sem vilja kenna sænsku sem annað mál verði eflt, segir Anna Westerholm, deildarstjóri í menntamálastofnuninni.

Meira