Innflytjendur á Álandi

 
Hópur innflytjenda frá öðrum löndum en Norðurlöndunum er stærstur. Í heild flutti inn í landið fólk frá 32 ólíkum löndum – stærstu hóparnir utan Norðurlandanna komu frá Lettlandi, Eistlandi og Rúmeníu. Árið 2006 voru innflytjendur með 48 ólík tungumál að móðurmáli. Til þess að koma til móts við þessa nýju þörf setur Innflytjendaráðið fram eftirfarandi tillögur:
• Endurmenntun embættismanna: Við lok ársins 2008 eiga öll yfirvöld að hafa í starfi, einn eða fleiri embættismenn, sem hafa fengið þjálfun í að koma til móts við þarfir innflytjenda á besta mögulegan máta. Þessir embættismenn eiga að liðsinna fleiru en einu embætti sé þess þörf. 
• Útbúa þarf kynningarbækling með grunnupplýsingum um m.a. tungumálanámskeið og aðra aðgengilega ráðgjöf.
• Menntun fyrir innflytjendur þarf að útbúa með það að markmiði að veita fullorðnum innflytjendum færni í tungumáli, samfélags- og menningarmálum sem auðveldar þeim daglegt líf í hinu nýja umhverfi. Menntunarúrræðið gæti til að mynda falist í ýmis konar starfsþjálfun og starfsmenntun. Sænskunám verður gert sveigjanlegra með því að bjóða upp á dag- og kvöldnám, í þéttbýli og dreifbýli og námskeið sem fara fram á vinnustöðum.
• Vinnu við raunfærnimat verði flýtt svo innflytjendur eigi þess kost að afla sér menntunar og/eða fá færni sína viðurkennda.
Lesið meira á :
www.regeringen.ax/index.pbs?press[id]=677&press[n]=1&press[instance]=197
1289