Inntökuviðtal og auknar aðgangskröfur draga úr brottfalli

Árið 2012 voru aðgangskröfur í kennaranám í Danmörku hertar með það að leiðarljósi að efla gæði menntunarinnar.

 
Öllum umsækjendum með lægri einkunn en 7 ber að sækja samkvæmt kvóta 2 og þeir þurftu einnig að gangast undir inntökuviðtal áður en nám þeirra hófst. Niðurstöður nýrrar könnunar benda til þess að dregið hafi úr brottfalli, einkum meðal þeirra stúdenta sem fóru í viðtal. Þar að auki hafa meðaleinkunnir hækkað. Skýrslan er gerð af hálfu stjórnar æðri menntunar og danskra fagháskóla.