Ísland varði mestu OECD ríkja til menntastofnana árið 2007

 

 

Útgjöld Íslendinga til menntastofnana námu 7,8% af vergri landsframleiðslu árið 2007 og var Ísland í efsta sæti meðal OECD ríkja hvað þessi útgjöld varðar. Vegið meðaltal OECD ríkja var 6,2% og meðaltal ríkjanna var 5,7%. Útgjöld til menntastofnana sem hlutfall af þjóðarframleiðslu á Íslandi lækkuðu um 0,2% frá árinu 2006. Á Íslandi var 17,4% útgjalda hins opinbera varið til menntamála árið 2007 en að meðaltali vörðu OECD ríkin 13,3% útgjalda hins opinbera til menntamála.

Nánar: www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=4635