Jákvæð langtímaáhrif af námskeiði í grunnleikni

 

 

Í nýlegri skýrslu eru staðfest af starfsfólki Póstsins í Noregi að góð langtímaáhrif verða af námskeiðum í grunnleikni. Þátttakendur í námskeiðinu sem er styrkt af áætluninni um Grunnfærni í atvinnulífinu (Basiskompetanse i Arbeidslivet, BKA)  telja sig standa betur að vígi i öllum þáttum grunnleikni, einnig ári eftir að námskeiðinu lauk.

Þá beita þátttakendur einnig grunnleikni frekar eftir að hafa sótt námskeiðið. Þeir skrifa fleiri tölvupósta og nota lengri tíma til þess að lesa netútgáfur dagblaða og annað efni á vefnum. Tíminn eykst að loknu námskeiðinu og heldur áfram að aukast í heilt ár á eftir. Í skýrslunni kemur jafnframt fram að þátttakendur segjast  vera öruggari í notkun tölvu og hafa jafnframt almennt aukið sjálfstraust.

Lesið alla fréttina á síðu Vox hér

Eða  sækið skýrsluna hér