Kennarar eru einnig frumkvöðlar

 
Undanfarin 2 ár hefur Kennaraskóli Suhrs í Kaupmannahöfn sett nýsköpun og frumkvöðlafræði á oddinn í kennslunni. Þann 23. janúar s.l. var haldin ráðstefna þar sem stofnunin deildi reynslu sinni af starfinu og þar höfðu frumkvöðlar sem hlotið höfðu menntun sína í skólanum framsögu.  Í erindi sem menntamálaráðherra Danmerkur Bertel Haarder hélt á ráðstefnunni sagði hann m.a.: „Nýsköpun felst ekki aðeins í því að þróa ný grip á bjórkassa. Hún felst einnig í skapandi lausnum á vandamálum. Og þess vegna er nýsköpun sérstaklega mikilvæg í opinbera geiranum – einkum hvað varðar menntunar- og heilbrigðismál.“
Meira á slóðinni: www.suhrs.dk
1412