Kennsla í sænsku fyrir innflytjendur á að vera einstaklingsmiðuð

 

 

Meðal þess sem kom fram við rannsóknina var að kennslan byggir hvorki á reynslu né áhuga nemendanna og að samstarf milli þeirra sem sjá um sænskukennsluna, sænsku Vinnumálastofnunarinnar og félagsþjónustunnar er ekki sérlega árangursríkt. Þeir sem njóta kennslunnar hafa mismunandi reynslu og markmið og þess vegna þarf að aðlaga kennsluna betur að þörfum einstaka þátttakanda. Efla þarf tækifæri þátttakanda til þess að hafa áhrif á kennsluna. Þá þarf einnig að veita þeim sem njóta kennslunnar tækifæri til þess að tvinna námið við fjölskyldulíf og þátttöku í atvinnu- og félagslífi.

Nánar...